Systurnar eiga góða ömmu sem bráðum verður ógeðslega gömul, þ.e. í næstu viku. Sú prjónar nú samt ekki þó hún geti það. Þess vegna fá Dögun og Sól bara lánaða eina Dísu prjónaömmu hjá Úlfi Stefáni frænda svo þær eignist góðar lobbur eins og sannir íslendingar.
Hér eru Sól undirhöku-safnari og "gamla" amman sem verður bráðum 25 ára......(x2)...
Thursday, February 26, 2009
Friday, February 13, 2009
Afmæli afmæli.....
Ofur-afmælisbörn mánaðarins eru tvö.
Í fyrsta lagi var Dagur Skírnir 22 ára þann 2. febrúar. Fyrsta afmælið eftir að hann fluttist að heiman - til hamingju með það aftur!
Svo er hún Dagrún Sóla eða "Systa" eins og hún heitir á þessu heimili 20 ára í dag! Innilega til hamingju með merkisafmælið elsku, elsku! Hlökkum til að sjá þig á morgun.
Í fyrsta lagi var Dagur Skírnir 22 ára þann 2. febrúar. Fyrsta afmælið eftir að hann fluttist að heiman - til hamingju með það aftur!
Svo er hún Dagrún Sóla eða "Systa" eins og hún heitir á þessu heimili 20 ára í dag! Innilega til hamingju með merkisafmælið elsku, elsku! Hlökkum til að sjá þig á morgun.
Saturday, February 7, 2009
Laugardagur til leti
Ég hef oft heyrt að menn sjái gjörðir sínar í börnum sínum, ég hef aldrei gefið þessu neinn sérstakan gaum fyrr en um daginn. Það þurfti ekki nema 2 setningar frá frumburðinum til að minna mig á að "litlir pottar hafa líka eyru".
1) Dögun er e-ð þreytt á barnatímanum í sjónvarpinu og vill slökkva á tækinu en nær ekki að ýta nógu fast á takkann: "Hvernig slekkur maður á þessu ANDSKOTANS sjónvarpi???"
2) Dögun er e-ð að snúast í kringum mig í sófanum þegar ég var að gefa Sól, og ég var með löppina uppi á sófaborðinu. Það fór e-ð í pirrurnar á Dögun sem þurfti að sjálfsögðu að komast framhjá akkúrat þessa leið. Ég sagði henni að ég væri svo þreytt og ég þyrti að hafa löppina þarna á meðan Sól væri að drekka. Eftir að hú var búin að þræta við mig í nokkur tíma segir hún: "Viltu gjöra svo vel að færa löppina áður en ég verð ROSALEGA REIÐ"
Úúúúúúúúppssssssssss!!!!!
En svona af því það er laugardagur og ég í sérstakelga góðu skapi (enda búin að undirbúa forrétt og gera tvöfaldan eftirrétt, á meðan Óðinn dundar við aðalréttinn ofan í aldraða foreldra mína sem koma í mat í kvöld), ætla ég að skella inn 2 myndum af gullmolunum mínum sem ég tók í morgun.
1) Dögun er e-ð þreytt á barnatímanum í sjónvarpinu og vill slökkva á tækinu en nær ekki að ýta nógu fast á takkann: "Hvernig slekkur maður á þessu ANDSKOTANS sjónvarpi???"
2) Dögun er e-ð að snúast í kringum mig í sófanum þegar ég var að gefa Sól, og ég var með löppina uppi á sófaborðinu. Það fór e-ð í pirrurnar á Dögun sem þurfti að sjálfsögðu að komast framhjá akkúrat þessa leið. Ég sagði henni að ég væri svo þreytt og ég þyrti að hafa löppina þarna á meðan Sól væri að drekka. Eftir að hú var búin að þræta við mig í nokkur tíma segir hún: "Viltu gjöra svo vel að færa löppina áður en ég verð ROSALEGA REIÐ"
Úúúúúúúúppssssssssss!!!!!
En svona af því það er laugardagur og ég í sérstakelga góðu skapi (enda búin að undirbúa forrétt og gera tvöfaldan eftirrétt, á meðan Óðinn dundar við aðalréttinn ofan í aldraða foreldra mína sem koma í mat í kvöld), ætla ég að skella inn 2 myndum af gullmolunum mínum sem ég tók í morgun.
Subscribe to:
Posts (Atom)