Eftir viku veikindi hjá einkadótturinni náði hún að smita móður sína af heiftarlegri strepptókokkasýkingu. Ég tók próf á fimmtudagsmorgun sem reyndist neikvæð (ég vissi þó hvað var að gerast og næst ætla ég að hlusta á samviskuna mína sem sagði mér að ég væri samt með þetta ógeð, enda í 4. skiptið sem ég fæ þetta)
kl. 23:00 í gærkvöldi gafst ég upp á bað Óðinn að
hringja á lækni á vakt til að taka annað próf, enda kom ég varla upp orði lengur og gat ekki kyngt eigin munnvatni. Auðvitað varð prófið strax jákvætt og mín sett á pensilín og verkjatöflur undir eins. En það er ekki heiglum hent að kyngja einhverjum risa töflum með stokkbólginn háls, og því tók við mikil barátta að koma þessari björgun niður í maga.
Þrátt fyrir tvöfaldan pensilín-skammt í gærkvöldi, einn skammt í morgun og yfirgengilegt magn af verkjalyfjum er ég lítið að skána. Dögun hefur litla samúð með veikri móður og spyr spurninga út í eitt þrátt fyrir að ég geti ekki svarað nema á táknmáli. Svo dregur hún mig um allt til að sýna mér hluti, lætur mig kveikja á videoinu, gefa sér að borða og tjatta um hitt og þetta. Hins vegar lætur hún fullfrískan föður sinn alveg eiga sig og bregst hin vers
ta við ef að hann ætlar að hlífa mér og bjarga fyrirspurnum prinsessunnar. Er þetta ekki merkilegt?
Börnin finna strax á sér ef þau fá ekki fulla athygli móður sinnar og gera því allt sem í þeirra valdi stendur til að endurheimta hana og ÖLLUM aðferðum er beitt, öskrum, blíðu, kossum, grátri, spörkum og mútum.
Stundum vildi ég að ég væri enn 2 og 1/2 árs.