Wednesday, October 31, 2007
Nýtt viðhald?
Tuesday, October 30, 2007
"Svekkjélsi"
Monday, October 29, 2007
Át helgi.....
Helgin var nokkuð róleg hjá okkur Lagarás-tríóinu.
Ég fór á Sentrum fyllerí á föstudaginn og keypti mér flýkur til að geta mætt sómasamleg í vinnuna. Skrítið hvað fötin mín hafa tekið upp á því að minnka núna síðasta árið.....
....ég þarf að fara að kanna hvort þvottavélin er e-ð að klikka .... Svo var eldað folaldafille með tilheyrandi meðlæti og veigum....**sluuurp**...
Á laugardaginn (eftir tiltekt og þrif) fórum við Dögun á þessa fínu afmælishátíð hjá Grunnskólanum á Egilsstöðum. Skólinn fagnaði 60 ára afmæli og var í tilefni af því slegið upp skemmtilegri sýningu á munum og myndum frá skólastarfi síðustu 60 ára. Vel heppnuð sýning!
Óðinn eldaði svo dýrindis saltfisk og vafði svo folaldafille-sneiðum utan um döðlur og ólífur.....**meira sluuurp**...
Sunnudagurinn fór í þrif hjá okkur mæðgum, eða rétta sagt mér. Bíllinn var tekinn í gegn (í bílastæðinu á Mánatröð 6) þar sem að á að skila honum inn á næstu dögum og leysa út nýja gullmolann. Verst að ég þreif hann svo vel að ég tými ekki að láta hann frá mér núna. Dögun dandalaðist í garðinum hjá ömmu og afa á meðan. Svo í miðjum klíðum var kallað inn í lummur og kakó. Eftir það var Dögun inni og lét afa sinn lesa fyrir sig og leika í dúkkuleik með sér.
Stefán Númi bauð svo í eðal súkkulaðiköku og kaffi seinni partinn sem hann gerði sjálfur og okkur Lagarásbúum finnst að hann eigi að gera það að venju á hverjum sunnudegi.....
Að lokum var borðað ómótstæðilegt saltfisk-lasagnia ala Óðinn. Mæli með því þó það hljólmi skringilega..... **þriðja sluuuurp-ið**......
Og enn á ég bágt með að skilja hvað fötin mín skreppa saman........
Friday, October 26, 2007
Klárlega föstudagur í dag!
Ég er búin að verja morgninum í að skrá inn fasteignir í fasteignamat ríkisins. Ekki mjög gefandi en vissulega áríðandi verkefni fyrir sveitafélagið. Það góða er að á meðan hlusta ég á góða tónlsit og læt mig dreyma:
*Um Mac Book Pro með nýja stýrikerfinu (sem kemur út í dag um allan heim)
*Um að það er föstudagur í dag
*Um hvað Óðinn ætlar að elda gott handa mér í kvöld.
*Um að splæsa á mig fallegri flík á morgun
*Um að fara í litun og plokkun bráðum og klippingu og skol (sem hefur ekki verið gert síðan í janúar)
*Um að eiga eitt af þessum stóru einbýlishúsum sem ég er að skrá inn
*......
Svo gott að láta sig dreyma stundum.
Annars er það helst að frétta þessa dagana að Dögun telur sig vera strák og tekur það ekki í mál að hún sér af hinu kyninu, hún verður bara reið og gargar. Það er helst að það megi kalla hana stelpustrák. En hins vegar er hún líka ákveðin í því að pabbi hennar sé stelpa. Svo er hún alls ekki lítil heldur stór, og aumingja sá sem minnist á annað við hana! En Dögun verður örugglega fínn pabbi, sama hvað hún er að gera, alltaf er dúkkan með. (mynd stolið af leikskólanum)
Það var bangsadagur á leikskólanum í dag, sem b.t.w. var aldrei auglýstur, og auðvitað komum við Dögun ekki með bangsa. Þegar það uppgötvaðist gellur í þeirri litlu: "Mamma klaufi!!". Ég var vinsamlegast send heim aftur að ná í e-ð tuskudýr. Blessunarlega vorum við í fyrra fallinu í dag og ég náði í vinnu á réttum tíma þrátt fyrir allt.
Læt í lokin fylgja með 2 myndir af leikskólanum hennar Dögunar, stolnar beint af heimasíðunni hjá þeim. Linkurinn er hér til hliðar undir Dögun leikskóli.
Góða helgi folks!