
Húsmóðirin ryksugar, þrífur, þvær þvott og straujar, eldar, gefur brjóst, skiptir um bleyjur, klæðir, greiðir hár, les barnabækur, leikur í Barbie, horfir á Stundina okkar, huggar, snýtir, skeinir, verslar inn og brosir í gegnum tárin....... eða allt að því. Hún er alla vega ekki "móðir í hjáverkum" lengur, nú er þetta bara full time job og auðvelt að gleyma sjálfri sér.
Í tilefni af því hef ég ákveðið að skella ekki á mig maskara áður en ég næ í Dögun á leikskólann, svona til að toppa daginn.