
...og hér passa menn sko upp á sitt og láta t.d. ekki snudduna fara langt frá sér.
Annars er daman á hraðri uppleið og stutt í að hún verði feit og sæt. Mikið ósköp er þetta fljótt að líða, fjórar vikur voru eins og fjórir mánuðir á meðgöngunni en nú þýtur allt áfram og ég rétt að fatta að það eru að koma jól. Sei, sei, já.....
Annars er fínt að vera í orlofi núna, ég lít ekki á fréttir nema mig langi til og get að mestu hundsað niðurdrepandi kreppu-fréttir. Í staðin skeini ég rassa, þvæ þvott, gef brjóst o.s.fr..... sem ég held að sé í alvöru bara miklu skemmtilegra en hitt.
Markmiðið þessa dagana er samt að fita barnið upp í 4000 g svo við komumst í göngutúr í vagninum að skoða jólagjafainnkaup og fá okkur kaffibolla eða kakó með "stro", ná í Dögun á leikskólann eða e-ð skemmtilegt. Við erum orðnar hálf leiðar að hanga svona inni allan daginn alla daga.