Einkadóttirin hélt fína veislu í tilefni afmælisins og daginn eftir var annar í veislu haldinn hátíðlegur þegar Jóhanna Kolbrörg frænka kom í kaffi og bauð svo í heitapottinn á Hörgsásnum. Svo komu amma gulrót, afi og Númi í kvöldmat eftir reisu til Köben.
27. júní var leikskólaveisla með hoppuköstulum, þrautum og pulsupartíi.
28. júní fórum við Óðinn í æðislegt brúðkaup í Hallormasstaðaskógi, þar sem Edda og Loftur voru gefin saman af sýrslumanninum með pomp og prakt.
5. júlí var bongóblíða á Egilsstöðum og við nutum sólarinnar í botn. Hvort sem var á mánatröð, í skóginum eða á Lagarásnum.
6. júlí kom svo Úlfurinn og Co. og heiðraði okkur með nærveru sinni. Annar eins gullmoli er vandfundinn og sjá frænkur, frændur, ömmur og og afar ekki sólina fyrir blessuðu barninu, enda afar vandað og gáfulegt eintak þar á ferð. Að ekki sé talað um bláeygt úr hófi fram!
7. júlí fórum við svo að hitta fósturdótturina á Norfirði þar sem hún eldaði þennan snilldar mat fyrir okkur. Við borðuðum svo mikið að við bíðum þess enn ekki bætur. Dögun var þó ekki sátt með að skilja Systu sína eftir þarna í óþekktum bæ og grét sáran þeta við kvöddum.
TAKK FYRIR MATINN DAGRÚN!